Gagnasöfn

Rafræn gagnasöfn

Á vef Landsbókasafns er yfirlit yfir fjölda rafrænna gagnasafna, þar sem hægt er að velja efni eftir faggrein, tegund gagnasafns og aðgangi.

Gagnasöfn um menntun.

Proquest er stórt gagnasafn með ritrýndum fræðigreinum

Safn sem inniheldur útdrætti og fræðilegar greinar úr ritrýndum tímaritum.

Á leitarvél Google, scholar.google.com er hægt að leita að greinum í gagnasöfnum eftir fræðasviði, efniorðum, titlum eða höfundi. Hægt er að þrengja leitina t.d.eftir dagsetningu.

Gagnagrunnur þar sem hægt er að finna tilvísanir í efni úr fjölda ritrýndra vísinda-og fræðirita, rafbóka og ráðstefnurita.

Stafrænt safn með milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af prentuðum blöðum og tímaritum sem gefin hafa verið ut á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

Varðveislusöfn

Varðveislusöfn eru ætluð til að varðveita og geyma ýmsar fræðilegar ritgerðir, greinar, gögn og útgefið efni, til lengri tíma.

Rafræn varðveislusöfn eru gagnasöfn sem eru aðgengileg á netinu til lengri tíma. Þar er auðvelt að finna greinar og gögn og einnig auðvelt fyrir höfunda að setja efnið sitt þar inn. Þar eru einnig varðveitt ýmis rannsóknargögn ásamt vísindagreinum.

Rafhlaðan

Rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns Íslands -Háskólabókasafns, með það markmið að varðveita, skrá og veita aðgengi að öllum útgefnum rafrænum verkum Íslendginga.

Skemman

Rafrænt varðveislusafn helstu háskóla á Íslandi. Þar eru varðveitt lokaverkefni nemenda og einnig rannsóknarrrit kennara og fræðimanna til ársins 2016.

Opin vísindi

Rafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar, doktorsritgerðir og efni sem birtist í opnum aðgangi á vegum allra háskóla á Íslandi (frá árinu 2016).

Gagnagrunnurinn OpenDOAR heldur utan um öll varðveislusöfn í heiminum og veitir upplýsingar um þau.

Hægt er að leita að fræðileguefni í flestum varðveislusöfnum í heimi í gegnum leitarvél OpenAIRE.

arXiv er opið skjalasafn sem beitir aðgang að um tveimur milljónum vísindagreina á sviði eðlisfræði, stærðfræði, tölvunarfræði, líffræði o.fl.