Leit

Leitartækni

Hægt er að nota ýmsar aðferðir við að leita á netinu. Hér má sjá nokkrar aðferðir við að þrengja leit þegar verið er að leita að ákveðnum efnisorðum á netinu. Þessar leitaraðferðir er hægt að nota í öllum leitarvélum.

Á vef Landsbókasafnsins eru ítarlegar upplýsingar um leit að fræðiefni á netinu.

Þegar leitað er í gagnasöfnum er t.d.  hægt að leita eftir titli, höfundi, efnisorði, sviði eða tegund efnis (bók, tímaritsgrein, myndefni o.fl.).

Hér að neðan eru einnig upplýsingar um leitarvélar, opinn aðgang og landsaðgang.

AND - OR - NOT

Booleand leit er það kallað þegar notuð eru leitarorðin AND, OR eða NOT.  

Dæmi:  útikennsla AND stærðfræði
Þá leitar leitarvélin að vefsíðum sem innihalda bæði stærðfræði og útikennslu. Athugið að hafa leitarskipunina með stórum stöfum.

Myndir sýnir hvernig Boolean leit virkar

" "  ( )   *    

Hægt er að stýfa leitina með því að nota gæsalappir, störnu og sviga.

Dæmi: "Lóan er komin"   (Jón Sigurðsson)   leitar að texta sem er nákvæmlega eins og textinn innan í gæsalöppunum eða sviganum. Gott að nota þegar verið er að leita að ákveðnu textabroti, ljóði eða fullu nafni.

Dæmi: stærðfræð*    leitar að öllum síðum sem innihalda orðið  stærðfræð, t.d.stærðfræði, stærðfræðiefni, stærðfræðibækur o.s.frv.

Einnig er hægt að setja stjörnu í miðju orði, t.d. náttúru*bók

Leitarvélar

Google.com

Google er lang mest notaða leitarvélin. Þar er ekki aðeins hægt að leita að texta heldur einnig myndum, hljóði og myndskeiðum.

Ýmis trix um Google leitarvélar má finna á YouTube

Hvar.is

Á vefnum hvar.is er hægt að leita að tímaritum og fræðigreinum sem eru tengdir landsaðgangi Landsbókasafns

Leitir.is

Leitir.is veitir aðgang að fjölbreyttu vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni.

Vefurinn veitir upplýsingar um bækur, tímarit og greinar, rafbækur, hljóðbækur, tónlist, ljósmyndir, lokaverkefni háskóla, myndefni, vefsíður, fornleifar og ljósmyndir.

Notendur þurfa að vera áskrifendur. Allir háskólanemar og háskólakennarar hafa aðgang.

Leitartrix á leitir.is 


Opinn aðgangur

Hvað er opinn aðgangur?

Þegar talað er um opinn aðgang (e.open access)  (OA) að fræðiritum er átt við að lesendur geti nálgast rafrænar vísindagreinar á netinu án endurgjalds og með opnu höfundaleyfi.  Opinn aðgangur á einnig við um ýmis rannsóknargögn, skýrslur, kynningar, verkefni nemenda, myndefni, forritunarkóða o.fl.  Verk í opnum aðgangi eru ýmist með eða án höfundaréttar eða með einhverjum höfundaréttartakmörkunum.  Efni í opnum aðgangi má lesa, afrita og miðla áfram.


Nánari upplýsingar um opinn aðgang á Íslandi má finna á vefnum openacces.is

Upplýsingar um höfundarétt má finna á vefnum hofundarettur.is

 

Opin varðveislusöfn eru opin gagnasöfn á netinu þar sem hægt er að nálgast  vísindagreinar og rannsóknarniðurstöður ókeypis.  

Dæmi um íslensk opin varðveislusöfn eru Opin vísindi, Skemman, Rafhlaðan og Hirslan.

Dæmi um erlend opin varðveislusöfn er OpenDOAR, OpenAIRE og arZiv


SciHub er varðveislusafn þar sem hægt er að finna 

Landsaðgangur

Hvað er landsaðgangur?

Landsaðgangur er rafrænn áskriftaraðgangur og er opinn öllum sem tengjast Netinu um íslenskar netveitur. Rúmlega 200 aðilar greiða fyrir aðganginn, þar á meðal eru almenningsbókasöfn, bókasöfn framhaldsskóla, íslenskir háskólar, bókasöfn heilbrigðisstofnana, ráðuneyti, rannsóknar- og stjórnsýslustofnanir, opinber hlutafélög, fyrirtæki o.fl. Einnig er greitt til Landsaðgangsins með framlögum á fjárlögum. 

Landsaðgangur skilgreindur sem rannsóknainnviður (research infrastructure), en það eru tæki, aðstaða, gagnagrunnar, þjónusta, kerfi, tölvunet eða annað sem talist getur nauðsynlegt eða ómissandi fyrir iðkun vísinda. Þar kemur fram að Landsaðgangur sé með mikilvægustu forsendum fyrir öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi á Íslandi og þar með fyrir allri nýsköpunarstarfsemi í landinu.

Landsaðgangur skipti miklu máli fyrir menntun í landinu. Aðgangurinn nýtist kennurum og nemendum á öllum skólastigum. 

Hvernig tengist ég landsaðgangi?

Með því að tengjast internetinu um íslenskar netveitur (með íslenska IP-tölu) þá ertu sjálfkrafa tengdur landsaðgangi.

Hvaða tímarit eru á landsaðgangi?

Landsaðgangur veitir aðgang að tæplegra 22 þúsund tímaritum og þar af 5.478 tímaritum beint frá útgefendum. Á vefnum leitir.is er hægt að leita að tímaritum í gegnum Landsaðgang.

Hvar er hægt að fá aðgang að rafrænum orðabókum?

Í gegnum landsaðgang á hvar.is er hægt að tengjast ýmsum rafrænum orðabókum. 

Rafbækur

Í gegnum landsaðgang er hægt að fá aðgang að nokkrum erlendum rafbókasöfnum.