Kennsluforrit iPad
Að sækja um nýtt app - ferlið
Kennarar sem óska eftir nýju appi í Ipada þurfa að sækja um það .
Ferlið er þannig:
Kennari skoðar appið í kennaraipad (sem er ólæstur og hægt að hlaða niður öppum í ipadinn)
Kennari ræðir við kennsluráðgjafa og svarar eftirfarandi spurningum: Kostar appið? Er annað sambærilegt app í notkun? Í hvaða námsgrein á að nota appið? Er búið að áhættugreina appið? Í hvaða ipada á að setja appið?
Ef búið er að áhættugreina appið (sjá lista á vef stafrænna sveitarfélaga) þá fyllir kennari út áhættumats eyðublað (ásamt kennsluráðgjafa) og sendir á skólastjóra til samþykktar.
Tölvudeildin fær samþykktarblaðið og sér um að hlaða appinu niður á þá ipada sem óskar er eftir að fá appið í.
Vefur stafrænna sveitarfélaga um hugbúnað/öpp sem búið er að áhættugreina
Nokkur OSMO forrit eru í ipödunum. Hægt að nota í ýmsum námsgreinum á yngsta og miðstigi.
Í Book Creator er hægt að búa til rafrænar bækur. Hentar öllum aldursstigum
Orðaleikur og stærðfræðileikur.
Grunnskólar í Garðabæ eru með keyptan aðgang og þarf að skrá nemendur í appið. Notendanöfn eru hjá kennsluráðgjöfum.
Box Island er app til að kenna forritun í yngstu bekkjum grunnskóla og leikskóla